fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Hægt að losa höftin tafarlaust

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Sigurður Hannesson framkvæmdarstjóri eignastýringar Kviku.

„Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps um losun hafta í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Búið sé að tryggja að uppgjör á slitabúum gömlu bankanna stefia Íslandi ekki í voða og að aflandskrónur færðust út úr hagkerfinu með skipulegum hætti, í framhaldinu hafa því skapast aðstæður til að losa höftin að fullu.

Sigurður segir erlenda stöðu þjóðarbúsins aldrei hafa verið betri en nú og að Ísland sé búið að ávinna sér traust að nýju á alþjóðavettvangi. Íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar geti nú fjárfest erlendis og hafa lífeyrissjóðir að mestu nýtt heimildir sínar til þess.

Fjárfestingar á erlendum mörkuðum geta dregið úr efnahagsáhættu og eru því ekki aðeins skynsamlegar heldur nauðsynlegar fyrir lítið og opið hagkerfi. Fyrst og fremst hafa lífeyrissjóðir nýtt heimildir sínar til að fjárfesta erlendis en einstaklingar og fyrirtæki í minni mæli,

segir Sigurður. Hátt vaxtastig hér á landi þýðir að ávöxtun hérlendis er góð og hingað leiti fjármagn sem styrkir krónuna jafnt og þétt, Sigurður bendir hins vegar á að dæmin sanni að það geti breyst fljótt.

Frumskylda stjórnvalda að standa vörð um hagsmuni Íslands

Það hafi tekist að ljúka málefnum slitabúanna án nokkurra eftirmála, aflandskrónueigendur stóðu frammi fyrir skýrum valkostum. Að selja aflandskrónur fyrir gjaldeyri eða binda til lengri tíma. Segir Sigurður að ef stjórnvöld hleypi aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári þá væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram fyrir hagsmuni Íslendinga:

Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram fyrir hagsmuni landsmanna. Hið gagnstæða á ávallt að vera í forgrunni enda er það frumskylda stjórnvalda að standa vörð um hagsmuni Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum