Mikil aukning hefur verið í notkun nagladekkja í Reykjavík þennan veturinn og hafa starfsmönnum umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafið athugun á því hvort mögulegt sé að koma á sérstöku gjaldi fyrir notkun nagladekkja og aukinni fræðslu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs er niðurstöðu úr athuguninni að vænta innan tveggja mánaða.
Alls eru 46,6% ökutækja í Reykjavík með nagladekkjum en var fyrir þremur árum mun minna eða 31,9%. Það er umtalsverð aukning og hafa viðlíka tölur ekki sést síðan veturinn 2006-2007. Samkvæmt tölum sem birtust í bókun umhverfis- og skipulagsráðs eru nagladekk talinn kosta um 150 til 300 milljónir árlega vegna slits á götum.
Reykjavíkurborg hefur ekki heimild til að leggja á gjald fyrir nagladekkjanotkun og til þess að slíkt væri mögulegt þyrfti að breyta umferðarlögum.
Ekki eru allir á eitt sáttir um þessar hugmyndir Reykjavíkur og í samtali við Fréttablaðið segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að:
Það er auðvitað mjög alvarlegt að setja öryggi borgaranna til hliðar á grundvelli óljóss árangurs sem menn telja sig geta náð með því að setja bann eða skatt á hluti sem auka öryggi borgarana.
Þorvarður Pálsson – thorvardur@pressan.is