fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur Kristján Jónsson ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. janúar 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Kristján Jónsson
Guðmundur Kristján Jónsson

Guðmundur Kristján Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 

Guðmundur lauk BES. gráðu í umhverfisfræðum með áherslu á borgarskipulag frá University of Waterloo í Kanada árið 2016. Helstu rannsóknarefni hans voru loftslags- og lýðheilsumál. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og sveinsprófi í húsamíði frá Tækniskólanum í Reykjavík.

Guðmundur lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags ehf. sem hann stofnaði og rekur ásamt Pétri H. Marteinssyni. Áður starfaði Guðmundur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og sem pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Guðmundur starfaði um árabil sem húsasmiður, m.a. við innréttingasmíði, trésmíði og mótauppslátt.

Guðmundur er fæddur árið 1988 og er kvæntur Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra og stjórnmálafræðingi. Hann á tvo stjúpsyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?