fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Einungis einn af hverjum þrem styður ríkisstjórnina

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Formenn stjórnarflokkanna, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Ríkisstjórnin mælist með mun minni stuðning en aðrar ríkisstjórnir í upphafi stjórnarsetu, einungis 35%. Er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrsta stjórnin sem mælist ekki með stuðning meirihluta kjósenda við upphaf stjórnarsetu, en 56% landsmanna studdu ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna við upphaf stjórnarsetu árið 2009 og 60% landsmanna studdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við upphaf stjórnarsetu þeirrar ríkisstjórnar árið 2013.

Samkvæmt könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 24,6% en það er 1,5 prósentustigum minna en í síðustu könnun sem lauk 10. janúar 2017. Vinstri grænir koma næst á eftir með 22,0% fylgi en það er minnkun um 2,3 prósentustig frá síðustu mælingu. Píratar mælast nú með 13,6% fylgi sem er einu prósentustigi minna en í síðustu mælingu.

Fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúm tvö prósentustig milli kannanna, mælist flokkurinn nú með 12,5% fylgi en hann mældist 10,9% í síðustu könnun MMR. Samfylkingin er komin upp í 7% fylgi, sem er sama fylgi og Björt framtíð. Viðreisn stendur nánast í stað með 6,8% fylgi, aðrir flokkar mælast með 6,6% fylgi samanlagt.

Könnun MMR var gerð dagana 12. til 26. janúar 2017, spurðir voru 910 einstaklingar 18 ára og eldri, valdir af handahófi úr þjóðskrá.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist