fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Skoða alvarlega tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands að ESB

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Samfylkingin skoðar það mjög alvarlega að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu  á kom­andi þingi um að fram skuli fara þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­hald við­ræðna Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar við DV í dag. Segir Logi að leitað verði eftir samstarfi annarra flokka í þeim efnum, en þingflokkur Samfylkingarinnar telur einungis þrjá þingmenn af 63.

Logi segir hugsanlegt að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB verði til þess að knýja þingmenn stjórnarflokkanna til að gefa upp afstöðu sína gagnvart málinu:

„Þetta mál verður samt tekið á dag­skrá og örugg­lega með öðrum hætti en um er rætt í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er mál sem allir flokkar ættu auð­vitað að vera sam­mála um. Það voru allir flokkar búnir að lofa því meira og minna fyrir kosn­ingar að þjóðin ætti að fá að ráða þessu. Það er lang­heið­ar­leg­ast,“

sagði Logi við DV. Bæði Viðreisn og Björt framtíð vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið:

Viðreisn hvetur til þess að þeim viðræðum verði haldið áfram og lokið með hagfelldum aðildarsamningi, sem borinn verði undir þjóðina og farið að niðurstöðum þeirrar atkvæðagreiðslu,

83f0293abf-276x200_osegir á heimasíðu Viðreisnar. Í stjórnarsáttmálanum segir orðrétt:

„Komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins. Stjórnarflokkarnir kunna að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan.“

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi