fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Lars Løkke fékk fálkaorðuna frá Guðna

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Løkke Rasmussen. Mynd/Getty images
Lars Løkke Rasmussen. Mynd/Getty images

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur fékk í dag fálkaorðuna frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Lars Løkke greinir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni. Guðni er í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt eiginkonu sinni Elizu, snæddi Guðni hádegismat með forsætisráðherranum en í kvöld munu forsetahjónin snæða kvöldverð með Margréti Þórhildi Danadrottingu í Amalíu­höll.

Ég fékk fálkaorðuna í dag. Og já, ég hef heyrt að orður eru hengdar á bjána. 🙂 Ég tek þessu sem fallegu tákni um náið samband Íslands og Danmerkur, ég hlakka til að setja hana á mig í kvöld,

sagði Lars Løkke á Fésbók, en hann verður viðstaddur hátíðarkvöldverðinn með Guðna, Elizu og Danadrottingu í kvöld.

Guðni afhenti í dag, við hátíðlega athöfn í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, 700 eintök af nýrri heild­ar­út­gáfu Íslend­inga­sagna í danskri þýðingu. Mette Bock, menn­ing­ar­málaráðherra Dana, tók við gjöf­inni fyr­ir hönd Dana. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra var einnig viðstadd­ur at­höfn­ina ásamt op­in­berri sendi­nefnd.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi