fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Virðist sem umræðustjórum fari fækkandi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er margt sem bendir til þess að almenningur sé að brjótast undan elítunni og að áhrif umræðu stjóranna sé að minnka, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðislfokksins, í grein sinni í Morgunblaðinu í dag.

Þar talar hann um Icesave kosningarnar, þarsem þjóðin hafi kosið gegn því sem helstu sérfræðingar, álitsgjafar og umræðustjórar hefðu boðað.

Þá nefnir hann Brexit, úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar hafi sama sagan verið uppi á teningnum og svo kosningarnar í Bandaríkjunum.

Hann segir að elítan reyni að gera niðurstöðurnar tortryggilegar með því að segja að í þessum kosningum hafi fólk með háskólapróf kosið í samræmi við umræðustjóra en hinir fáfróðu og ómenntuðu hafi kosið gegn henni. En Óli Björn vill frekar meina að almenningur leiti ekki lengur leiðsagnar heldur tekur sjálfstæða ákvörðun.

Æ stærri hópur kjósenda í Evrópu og Bandaríkjunum telur að stjórnmálastéttin, embættismannakerfið og fjölmiðlar, hafi rofið tengslin við alþýðuna – skilji ekki lengur hvað það er sem brennur á óbreyttum borgurum, hvað skipti máli og hvað ekki. Um leið hefur skapast hættulegur farvegur fyrir öfga, hörku, umrót og upplausn.

Óli Björn heldur því fram að menn verði að passa sig að hér skapist ekki farvegur fyrir öfga, hörku, umrót og upplausn.

Margir umræðustjórarnir eru dugmiklir við að kenna sig við umburðarlyndi, víðsýni og frjálslyndi. Þeir eiga hins vegar erfitt með að bera virðingu fyrir andstæðum skoðunum – þversögnin blasir við öllum en fáir ræða hana. Þetta á ekki síst við þegar kemur að málefnum útlendinga og hælisleitenda.

Þá heldur hann því fram að „við hægrimenn“ hafi afhent vinstrimönnum dagskrárvaldið – annaðhvort vegna leti eða skorts á pólitísku sjálfsöryggi.

Í lokin telur hann upp mál sem honum finnst áhugavert að dagskrárstjórarnir hafi ekki tekið til umfjöllunar.

Hvergi í greininni nefnir hann samt nokkurn „umræðustjóra“ á nafn. En segir þá þröngan hóp embættismanna, sérfræðinga og vel menntaðra háskólamanna.

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum