fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Píratarnir og málin tvö

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður reynir að koma auga á hvað það gæti verið sem myndi leiða til þess að Píratar missi fylgi.

Ein er sú að þeim mistakist illilega að raða upp á framboðslista. Að framboðslistarnir verði barasta mjög óálitlegir. Það gæti gerst. Píratar munu væntanlega reyna að hafa valið á framboðslista sem lýðræðislegast, þeir hafa verið varaðir við lukkuriddurum, kveruúlöntum og einsmálsfólki. Kannski tekst þeim að sneiða framhjá því. En listauppstillingin mun reyna á Píratana.

Ungt fólk virðist ætla að kjósa Pírata í stórum stíl, en líklegt er að fylgi þeirra sem eldri eru hverfi að einhverju leyti aftur á gamlar slóðir. Samfylkingin ætti að geta endurheimt eitthvað af fylginu nema hún sé alveg heillum horfin – og Framsókn er þekkt fyrir að sveifla sér upp í kosningum. Það eru gömul sannindi að ekki er alltaf mikið að marka skoðanakannanir á miðju kjörtímabili. En fylgisaukningin hefur verið stöðug í næstum ár.

Svo eru það stefnumálin – jú, og framkvæmd stefnunnar. Birgitta Jónsdóttir hefur verið ótrauð að lýsa því yfir að Píratar vilji að næsta kjörtímabil – þar sem þeir komast hugsanlega til valda – verði stutt. Á landsfundi Pírata í ágúst síðastliðnum var samþykkt að það myndi snúast um tvö mál: Stjórnarskrána í útgáfu stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Svo var greint frá samþykktinni eftir fundinn:

Að næsta kjörtímabil verði stutt og þar á þinginu verði eingöngu til umfjöllunar tvö mál; stjórnarskrármálið og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu. Og þingið gangi út á það að samþykkja að færa þjóðinni þetta hvort tveggja; annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað varðar Evrópusambandsmálið og hins vegar að samþykkja nýja stjórnarskrá, sem sagt ný stjórnskipunarlög byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Við höldum að þetta sé aðalmálið hjá þjóðinni.

Birgitta ítrekaði þetta varðandi stjórnarskrána í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni í dag.

En nú er spurning hvort kjósendur kæra sig yfirleitt um að ganga til kosninga upp á þau býti að þetta verði aðalmálin – og að kosið verði fljótt aftur? Og þingmennirnir sem verða kosnir fyrir Pírata (þeir eru nú 3 en verða kannski 25), verða þeir til í að gefa sætin sín eftir jafnóðum aftur?

Það gæti líka reynst býsna erfitt fyrir Píratana að útskýra þetta í kosningaumræðum: Tvö mál, stjórnarskrá og Evrópa. Hvorugt virkar eins og það sé ofarlega á listanum yfir forgangsmál kjósenda, að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. Þetta misserið virkar a.m.k. eins og heilbrigðis- og velferðarmál séu efst á baugi.

 

1200px-Píratar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum