fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar í haust?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. janúar 2016 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi verður kosið um breytingar á stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu næsta haust. Maður er þó ekki alveg trúaður á þetta – ef það klikkar er það ekki í fyrsta skipti að tekst ekki að breyta íslensku stjórnarskránni.

Enn er í gildi tímabundin heimild sem var samþykkt á Alþingi þegar stjórnarskrármálin voru að forklúðrast í lok tíðar síðustu ríkisstjórnar en þar eru ákvæði um  megi fram til  30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu samþykki Alþingi frumvarp um breytingarnar með minnst tveimurþriðjuhlutum atkvæða.

Í fréttinni sem lesa má á Vísi segir að stjórnarskrárnefnd hafi komið sér saman um breytingar sem verði kynntar um það leyti að Alþingi kemur aftur saman 18. janúar.

Mest spenna er náttúrlega fólgin í því að sjá hver niðurstaðan er varðandi hið margumtalaða auðlindaákvæði, fyrir því er ríkur þjóðarvilji en minni áhugi innan Sjálfstæðisflokksins.

Og svo er það málskotsrétturinn. Við erum að fara í forsetakosningar í sumar þar sem hann verður aðalmálið – það dugir ekki að segja að framganga Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetaembætti sé ekki „fordæmisgefandi“. Auðvitað er hún það, og það má líka hugsa sér forseta sem gengur miklu lengra en Ólafur í að neita að samþykkja lög. Það er nokkuð sem ríkisstjórnin – jú, og þeir sem hyggja á ríkisstjórnarsetu í framtíðinni – óttast.

Það er vel mögulegt að við fáum Pírataforseta í sumar – eða Andra Snæ sem myndi vilja hafa áhrif á lagasetningu sem snertir náttúru Íslands.

Því kann að vera að stjórnarliðar séu tilkippilegri í stjórnarskrárbreytingar nú en áður en Ólafur Ragnar tilkynnti að hann væri að hætta. Sjálfstæðisflokkur er reyndar í eðli sínu tregur við að hrófla við stjórnarskránni og hefur alltaf verið, en Framsókn hefur ekki viljað gera neitt sem Ólafi Ragnari gæti mislíkað.

Samkvæmt ívitnaðri frétt yrðu áfram tvær leiðir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars vegar með því að safna undirskriftum 15 prósenta kosningabærra manna – en svo hefði forsetinn áfram möguleika á að synja lögum staðfestingar.

En svo er spurningin um hvað ætti að falla undir þessi ákvæði. Ekki fjárlög, skattalög og lagafrumvörp sem tengjast veru Íslands í EES. En hvað þá með þingsályktanir?

Guðmundur Hörður, fyrrverandi formaður Landverndar, skrifar:

Það sem hér er kallað sérstök og óvenjuleg staða yrði bara fín niðurstaða að mínu mati, þ.e. að það verði tvær færar leiðir til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. En hitt er verra að almenningur eigi bara að geta krafist þjóðaratkvæðis um lög, en ekki um þingsályktanir eins og t.d. um rammáætlun í virkjanamálum. Á þennan galla var bent í starfi stjórnlagaráðs. Í fréttinni segir að um þetta sé deilt í nefndinni og vonandi kemst hópurinn niður á skynsamlega lausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna