fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Plaststrendur – burt með styrofoam

Egill Helgason
Mánudaginn 25. júlí 2016 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver ógeðslegasta birtingarmynd mengunarvanda nútímans er hvernig plast safnast upp í lífríkinu. Ýmsar tegundir af plasti sem ekki eyðast, hlaðast upp í hafinu og á ströndum og fara inn í fiska og alls kyns lífverur og safnast þar saman.

Það er sagt að varla sé til sá fermeter á ströndum heimsins lengur að ekki sé þar fullt af plastögnum. Sumar eru örsmáar, vart greinanlegar með berum augum. Þar sem ég dvel á Grikklandi er líklega hreinasti sjór í öllu Miðjarðarhafinu, en samt sér maður plastagnir á ströndum þar, manni til sárrar raunar. Og auðvitað er plastmengun við strendur Íslands, við komumst ekkert undan því þótt við teljum okkur búa við hreint haf. Það er varla til daprara dæmi um illa meðferð mannkynsins á náttúrunni.

En það er hægt að andæfa á móti og það er að gerast. Árni Finnsson var í viðtali á Bylgjunni í morgun um plastmengun. Hér eru sláandi atriði úr heimildarmynd sem var sýnd í Bíó Paradís í fyrra og nefnist Plaststrendur.

 

 

Íslendingar eru sjávarþjóð, við eigum allt undir því að hafið í kringum landið haldist hreint og ómengað. Við gerum samt furðu lítið í því að draga úr notkun á plasti. Við kaupum drykki í plastflöskum í stórum stíl, við berum vörurnar okkar úr búðum í plastpokum, notkun á plasti í matvælaframleiðslunni hér er gríðarlega mikil. Meðvitundin um vandann er furðu lítil.

Víða um heim er verið að banna notkun plastpoka eða takmarka hana verulega. Það er lítil fórn. Plastpokar eru ekki skemmtilegir eða fallegir. Það er auðvelt að hafa meðferðis fyrirferðarlitla innkaupapoka sem eru miklu handhægari.

Annað fyrirbæri má svo nefna sem er að finna alltof víða á Íslandi. Það er hið svokallaða polysterine – algengasta tegund þess nefnist styrofoam –sem er mikið notað undir matvæli. Styrofoam brotnar niður í litlar agnir og berst út í lífríkið. Efnið er satt að segja algjört ógeð og ætti helst ekki að sjást. Samt er það víða í notkun – eins og það sé hið eðlilegasta mál.

Ég hef til dæmis tekið eftir því að stærsta keðja ísbúða á höfuðborgarsvæðinu notar styrofoam – en hún er náttúrlega ekki ein um það. Það er til dæmis mjög algengt að matarbakkar séu úr styrofoami sem og kaffibollar á vinnustöðum, enda þykir það veita góða einangrun. Það er kostur efnisins, fyrir utan að vera mjög létt. Samt verður að segjast eins og er að ekki er gott að neyta matar af styrofoami – efnið er ekki skemmtilegt viðkomu.

En víða um heim er farið að banna notkun styrofoams, hér má sjá hvernig borgir í Bandaríkjunum eins og Los Angeles, New York, Miami, Portland, Seattle og Washington hafa skorið upp herör gegn þessum óþverra.

 

images

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að