fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Meiri menningarferðamennsku

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við byggjum hótel og sköffum rútur og bílaleigubíla undir alla ferðamennina sem koma hingað. Aukingin var þrjátíu prósent í fyrra og stefnir í eitthvað svipað í ár. Það er í sjálfu sér áhyggjusamlegt og kannski óþarfi að efna til markaðsátaks fyrir Ísland eins og lesa má um hér. Kannski er ekki gott að fá  miklu fleiri túrista í bili? Sjáum hvort við ráðum við þennan fjölda.

Uppbyggingin í borginni virkar hálf geðveikisleg á köflum, fjárfestar í leit að ávöxtun ryðjast inn um hverja glufu – það er kannski ekki von á góðu þegar hinir risastóru lífeyrissjóðir okkar eru ekki með nema fimmtung af fé sínu erlendis. Hvernig er hægt að ávaxta alla þessa peninga á Íslandi án þess að allt fari í vitleysu?

Svo er líka spurning hvað við erum að sýna ferðamönnunum hér í Reykjavík annað en hótel, minjagripabúðir og veitingahús?

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, bendir á hvernig okkar helstu þjóðardýrgripir, handritin, eru falin ofan í geymslu. Hús íslenskra fræða vestur á Melum er ennþá bara hola í jörðinni. Og handritin er ekki hægt að sýna. Að líkindum myndu þau draga að sér mörg hundruð þúsund gesti á ári, bæði innlenda og erlenda. Væri jafnvel hægt að selja inn og hafa af góðar tekjur.

Kvæði sem Bjarki Karlsson orti um holu íslenskra fræða er orðin alþekkt:

Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa
horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa,
horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa,
heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.

Annað sem er furðuleg vöntun á er náttúrusafn, safn um hafið í kringum okkur, eldfjöllin, jöklana, lífríkið. Langflestir ferðmennirnir sem hingað koma vilja skoða náttúruna. Jafnvel má gera því skóna að flestallir túristar sem koma til Reykjavíkur myndu vilja skoða náttúrusafn – ef það væri fallegt og vel upp sett. Hrakfarasaga náttúrusafns á Íslandi er reyndar ótrúlega löng, meira en aldargömul, en tækifærið hlýtur að vera núna. Þarna eru hugsanlega komnir milljón nýir gestir á ári. Og það er hægt að láta þá borga aðgangseyri, þarf ekki einu sinni að vera svo ódýrt inn. Pössum okkur bara á því að hafa safnið nógu flott.

Þetta gæti verið undirstaðan í aukinni menningarferðamennsku. Hún situr einhvern veginn á hakanum í gullgrafaraæðinu sem hefur gripið um sig í túrismanum.

 

fr_20150925_023392

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum