fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Ógnar flóttamannavandinn tilvist Evrópu?

Egill Helgason
Mánudaginn 15. febrúar 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræður Bretum frá því að ganga út Evrópusambandinu. Það kemur svosem ekki á óvart – Bandaríkin hafa alla tíð frá því í seinni heimsstyrjöld verið hlynnt sameinaðri Evrópu þar sem ríkir stöðugleiki.

En þessa dagana eru Bandaríkin kannski ekki að gera mikið til að Evrópa tolli saman. Kerry sagði líka nýskeð að flóttamannavandinn ógnaði sjálfri tilvist Evrópu.

Ástandið hefur vissulega súrnað mjög síðan síðastliðið sumar þegar sum Evrópuríki kepptust við að bjóða flóttamenn velkomna. Það er farið að loka landamærum , Grikkjum er jafnvel hótað að norðurlandamærum þeirra verði skellt aftur svo flóttamenn komist ekki áfram norður.

Eitt af vandamálunum er í raun ábyrgðar- og afstöðuleysi Bandaríkjanna. Þau bera einna mesta sök á ástandinu í Sýrlandi og Írak, en straumur flóttamanna liggur um Evrópu, frá Grikklandi og norður. Bandaríkjamenn hafa gert sáralítið til að hjálpa við að leysa þennan vanda. Það er skammarlegt, ef litið er á framferði þeirra í Mið-Austurlöndum frá tíma Íraksstríðsins.

Hinum megin eru svo Rússar sem hella sprengjum á Sýrland eins og enginn sé morgundagurinn og magna þannig upp flóttamannastrauminn. Því er líkast að Pútín líki þetta ágætlega. Þannig nær hann að sundra Evrópu og styrkja pópúlíska stjórnmálamenn í Evrópu sem eru handgengnir honum.

Evrópuríkin sem verða fyrir bylgju flóttamanna bera mörg hver ekki minnstu ábyrð á þessari stöðu. En þau sitja uppi með vandann og er gert að leysa hann.  Á endanum er það aðeins hægt með alþjóðlegu átaki. Eitt og eitt ríki getur lokað sig af, en það mun aðeins gera ástandið verra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum