fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Vantar metnað til að gera Kvosina að fögru umhverfi?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og vilja til gera Kvosina að fögru umhverfi.

Þetta skrifar Björn Ólafs, arkitekt í París, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Greinin er hófstillt en þó er ljóst að höfundi er talsvert niðri fyrir. Hann ræðir um hversu viðkvæmt er að byggja í Kvosinni í Reykjavík, á þessum litla bletti sem borgarbúum þykir þrátt fyrir allt afar vænt um.

Björn segir að austanmegin Lækjargötu séu falleg gömul hús og svo styttan af Ingólfi, sem syngi „hvert með sínu nefi en saman í bráðfallegum kór“. Byggingar vestanmegin götunnar séu hins vegar ekki eins vel heppnaðar, þar muni nú rísa 5 til 6 hæða hús.

Í „aðalatriðum“ er ekkert við þetta að athuga. Um er að ræða lóðir sem betra er að byggja á en standi auðar. En aðalatriði sem ekki er ákveðið í deiliskipulagi er hvernig þessi hús líti út og hvernig þau gætu myndað fallega heildarmynd með byggðinni hinum megin við götuna. Það er kallað byggðarmynstur á lélegri íslensku, en er yfirleitt ekki hluti af skilmálum deiliskipulaga í Reykjavík, því miður.

Björn segir einnig að auðvelt ætti að vera að sýna með þrívíddarmyndum hvernig þessi hús falla að umhverfi sínu. Það sé hins vegar ekki gert.

Myndefni sem ég hef séð birt sýnir það ekki. Eðlilegt er að jafn mikilvægt borgarlandslag sé sýnt almenningi í sjónvarpi en ekki aðeins í illlæsilegum smámyndum í skrifstofuhúsi í Borgartúni.

 

Screen Shot 2016-02-10 at 08.01.27

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum