fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Áhugaleysi á einum forsetakosningum en mikill áhugi á öðrum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru forsetakosningar á Íslandi eftir tæpa fimm mánuði, en það merkilega er að maður upplifir enga alvöru spennu í kringum þær.

Enn eru ekki komnir fram neinir frambjóðendur sem eru líklegir til að sigra – og þeir virðast ekki einu sinni vera í sjónmáli. Einhvern tíma hljóta slíkir frambjóðendur þó að gefa sig fram?

Getur verið að ein ástæða þessa sé að fólk viti innst inni hvað forseti Íslands hefur lítil völd – hvað embættið skiptir í raun litlu máli?

Það er kannski ekki skrítið heldur að frambjóðendur hiki. Það eitt að gefa upp áhuga á að gegna embættinu getur bendir til þess að maður sé alveg að springa úr hégóma. Því forsetaframboð á Íslandi eru ekki sprottin úr stjórnmála- eða samfélagshreyfingum, heldur er „komið að máli við menn“. Frambjóðendur eru ekki fulltrúar neins nema sjálfra sín. Það getur verið dálítið erfið aðstaða.

Svo er líklegt að þeir sem eru í framboðshugleiðingum séu hikandi – hvern langar að stinga höfðinu inn í mannorðsmorðshakkavélina sem malar dag út og dag inn á Facebook? Er hægt að komast í gegnum svona framboð án þess að bíða sálartjón? Er hægt að taka áhættuna – og tapa svo?

En eins og áður segir er virkar áhuginn á þessum kosningum ekki mikill. Hins vegar finnur maður að fólk upplifir bandarísku forsetakosningarnar mjög sterkt, þótt enn sé ekki nema tími fyrstu forkosninganna. Þetta er auðvitað eðlilegt. Kosningarnar í Bandaríkjunum eru að þróast mjög einkennilega. Þar eru meðal frambjóðenda öfgamenn og vitleysingar sem maður óttast að gætu jafnvel komist til valda í þessu mikla heimsveldi.

Líkast til hefur það meiri áhrif á líf okkar hér hver er forseti Bandaríkjanna en hver er forseti Íslands. Enda er maður með kvíðahnút í maganum yfir kosningunum vestra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum