fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Forsetakosningar sem vekja ugg

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttan fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum er farin að verða æ skrítnari – það má líka segja ískyggilegri.

Nú hefur engin önnur en Sarah Palin lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Það er býsna skuggalegt að sjá þau rotta sig saman. En þótt Trump hjóti ekki tilnefninguna eru næstu frambjóðendur á eftir hjá Repúblíkönum ekki mikið skárri.

Hjá Demókrötum er Bernie Sanders kominn með myndarlegt forskot á Hillary Clinton í New Hampshire. Sanders er 74 ára og hann er kallaður sósíalisti í Bandaríkjunum, í Evrópu gæti hann talist sósíaldemókrati.

Í grein á Mbl.is mátti lesa að Sanders væri „mjög vinstrisinnaður“. Það er hann á bandarískan mælikvarða en ekki íslenskan. Hér þykir sjálfsagt að heilbrigðisþjónusta sé fyrir alla og greidd af skattfé og hér þykir líka sjálfsagt að nám sé ókeypis eða því sem næst.

Sanders boðar aðgerðir til að takmarka völd banka og stórfyrirtækja, sem er afskaplega tímabært. Ein hættan er hins vegar sú að hann muni eiga erfitt með að höfða til fjöldans á miðjunni – nái hann útnefningu verði í raun líklegra að frambjóðandi Repúblikana nái kjöri sem forseta.

Stuðningsmenn Hillary eru farnir að hamra á þessu – að sigur Sanders í forkosningum sé í raun gjöf til Repúblikana. En þá verður að benda á að Hillary er býsna gallaður frambjóðandi sjálfur, nýtur ekki sérlega mikils trausts.

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er fáránlega löng, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en í nóvember á þessu ári en forvalssirkusinn er orðinn mjög langdreginn. Einkenni kosningabaráttunnar er í raun hversu frambjóðendurnir virka veikir og lélegir – og það gerir ósvífnum ofstopamanni eins og Trump auðvelt að stela senunni.

Fjölmiðlar virðast ekki geta fengið nóg af honum. Tölur frá einni stóru sjónvarpsstöðinni sýndu að fjallað hafði verið sjötíu sinnum meira um Trump en Sanders.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar