fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ágætt í Borgartúnið – en ekki í hjarta bæjarins

Egill Helgason
Föstudaginn 3. júlí 2015 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður spyr hvernig hægt sé að láta sér detta í hug að byggja hús sem lítur svona út í hjarta Miðbæjarins, við sjálfa Lækjargötu, rétt hjá Tjörninni?

Þetta er vinningstillaga í samkeppni um nýtt hótel.

Skýringin er líklega nokkuð einföld – eins og þegar nýbyggingar eiga hlut núorðið er fyrst og fremst hugsað um nýtingarhlutfallið, að byggja út í hvern rúmentimetra sem er leyfilegur. Og hafa það helst ódýrt.

En samt – þetta gengur eiginlega ekki. Þarna er ekkert tillit tekið til hverfisins, sögu eða samræmis. Þetta hús væri sjálfsagt ágætt í Borgartúninu eða í Smárahverfinu.

En ferðamenn geta kannski komið í Miðbæinn, búið í svona kassa og horft á hin örfáu gömlu hús sem eru eftir.

Snjöll kona sem skrifar á Facebook segir að teiknistofan sem ber ábyrgð á þessu heiti Gáma Klín. Það eigi að klína þessum gámi í Lækjargötuna.

En nú er spurning, hefur borgarstjórnin í Reykjavík ekkert vald til að grípa inn í á fagurfræðilegum forsendum – til þess einfaldlega að afstýra slysum?

821970

Þetta er mynd af hinu fyrirhugaða hóteli í Lækjargötu. Hvað er loftbelgurinn annars að gera á myndinni? Hvaða þýðingu hefur hann? Er hann til að draga athyglina frá byggingunni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins