fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Vill ESB losna við Tsipras?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júlí 2015 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stóra spurningin í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna í Grikklandi á sunnudag er hvort leiðtogar Evrópu, og þá aðallega Þjóðverjar, vilji sjá Tsipras forsætisráðherra og stjórn hans falla?

Efnahagslegt öngþveiti ríkir nú í einu af aðildarríkjum Evrópusambandsins og ESB er ekki að gera neitt til að hjálpa. Vilja ráðamenn sambandsins að Grikkir fái forsmekk af hamförum, kjósi já í þjóðaratkvæðagreiðslunni, setji Tsipras af, og síðan taki gömlu flokkarnir aftur við?

Og þá verði hægt að hjálpa?

Þetta lítur dálítið svona út – og reyndar má geta þess að Frakkar eru mun viljugri til að liðsinna Grikkjum en Þjóðverjar. Í Frakklandi er þó stjórn sem telst vera til vinstri.

En svo er þess auðvitað að geta líka að Tsipras hefur sjálfur komið sér í vandræði. Hann lofaði Grikkjum að hann myndi geta samið um betri skilmála en áður við Troikuna. Það mistókst honum – og þá hleypur hann til og boðar þessa þjóðaratkvæðagreiðslu sem er farin að reynast býsna þungbær.

Straumurinn núna liggur frá neii yfir í já. Á því eru mjög skiljanlegar skýringar, fólk kemst ekki í bankainnistæður sínar, ekki er hægt að greiða út laun og bætur nema að litlu leyti, það eru biðraðir í kjörbúðum og á bensínstöðum af ótta við vöruskort.

Tsipras virðist vera orðinn býsna óttasleginn, enda er hver höndin upp á móti annarri í flokki hans. Hann er farinn að leggja til nýja samninga við kröfuhafa – sem aftur virðast lítið vilja við hann tala. Þeir bíða hugsanlega eftir eftirmanni hans, sem gæti verið meðfærilegri. Hversu lýðræðislegt er það?

Hvað gerist ef svarið verður já? Kemur ESB þá strax til hjálpar aftur? Leiðtogar sambandsins hafa hvatt Grikki til að kjósa já. Þetta verður þó varla svona einfalt, því þá þarf að mynda nýja stjórn sem gæti reynst erfitt. Kannski þyrfti að boða til kosninga og það tekur sinn tíma. Klofningurinn í grískum stjórnmálum er hrikalegur. Það hefur verið stungið upp á þjóðstjórn, erfitt er að sjá fyrir sér ríkisstjórn sem gæti innihaldið stærstu stjórnmálaöflin, bæði Syriza og Nea Demokratia, það sem ég hef nefnt Sjálfstæðisflokkinn gríska.

 

protesters_euroflag_web-thumb-large

Nai þýðir já á grísku. Frá fjöldafundi já-hreyfingarinnar í Aþenu í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins