fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Á þetta að vera fyndið?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júlí 2015 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður slær upp nafninu Oliver Maria Schmitt á alnetinu kemur í ljós að hann er þýskur húmoristi. Það er þversögn í sjálfu sér.

Í dag hefur maður víða séð vitnað í skrif Schmitt um Ísland. Segir að þau séu mjög kaldhæðin.

En til að eitthvað geti talist kaldhæðið þarf að hitta í mark, það gerir Schmitt ekki. Það er nánast eins og hann hafi aldrei komið til Íslands. Það gerði Blefken heldur ekki – nei, ég ætla ekki að fara að líkja honum við Blefken.

Í endursögn á vef RÚV úr grein sem birtist í Die Welt má lesa að Íslendinga einkenni 100 prósent tómhyggja, sinnuleysi og slen. Jú, og níðingsháttur bætist við.

Þarna er rætt um friðsælasta land í heimi. 320 þúsund manna samfélag þar sem er fjöldi menningarstofnana, fjölmiðla, háskóla og fyrirtækja – líklega er hvergi í veröldinni jafn fámennt þjóðfélag sem hefur jafn mikið umleikis og er jafn athafnasamt.

En Schmitt sér vonleysi – hver sem reyni að yfirgefa það sé „skotinn niður með hvalveiðiskutli“. Þarna er hann að tala um örþjóð sem heldur úti feiki öflugu samgönguneti yfir Atlantshafi, milli Evrópu og Ameríku.

Þetta á sjálfsagt að vera fyndið, en er það ekki. Fólk er samt að vitna í það eins og einhvers konar sannindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins