fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Óskýr spurning í skrítinni þjóðaratkvæðagreiðslu

Egill Helgason
Mánudaginn 29. júní 2015 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona mín grísk sem vill að Grikkir segi nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 5. júlí, var í gær farin að tala um to megalo oxi, stóra neiið.

Þetta var þegar Mussolini setti Grikkjum afarkosti 28. október 1940 og heimtaði að herir möndulveldanna fengju að leggja undir sig land þeirra. Þá sagði Metaxas, sem var frekar mild útgáfa af einræðisherra, nei – stóra neiið. Því er enn fagnað í Grikklandi.

Og nú ber það aftur á góma vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. En það er auðvitað spurning hvað það kemur málinu mikið við, nema til að magna upp þjóðernistilfinningu. Þeir sem eru staðfastastir í að segja nei 5. júlí eru stuðningsmenn stjórnarflokksins Syriza, en þó ekki allir. Innan flokksins er komin upp hreyfing sem telur að Tsipras forsætisráðherra hafi gengið of langt með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Því verður ekki neitað að til atkvæðagreiðslunnar var boðað með mjög stuttum fyrirvara, einungis rúmri viku, Tsipras tilkynnti þetta seint um kvöld í fjölmiðlum, en hafði ekkert talað um það við leiðtoga annarra Evrópuríkja. Og svo er líka spurningin hvað sé verið að greiða atkvæði um – samningurinn var þráttað um fyrir helgi er ekki lengur á borðinu.

Nú er uppi allt önnur staða með gjaldeyrishöftum og yfirvofandi bankahruni.

Í grein í grísku blaði sagði að þetta væri barátta milli pópúlískra afla og hófsamra. Aðrir berjast fyrir neii eru fasistaflokkurinn Gyllt dögun og Sjálfstæðir Grikkir, mjög eindreginn þjóðernissinnaflokkur sem er, merkilegt nokk, í stjórn með Syriza.

En flokkar nær miðjunni, hvort sem er hægra eða vinstra megin, vilja segja já. Þar á meðal eru gömlu stjórnarflokkarnir Nea Demokratia og Pasok. Þessir flokkar bárust lengi á banaspjótum en eru nú furðu sammála um flesta hluti. Pasok, gamli flokkur Andreas Papandreou, er reyndar ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Ef stjórn Syriza fellur kemur það aftur í hlut Antonis Samaras, leiðtoga Nea Demokratia – hins gríska Sjálfstæðisflokks – að leiða ríkisstjórn. Hann mundi ábyggilega freista þess að ná samningum við Evrópusambandið og koma í veg fyrir útgöngu úr evrunni.

Eru kosningarnar þá um hvort Grikkland eigi að vera í evrunni áfram? Það er hin óorðaða spurning – sem er náttúrlega ekki gott. Í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að spyrja skýrt – annars túlka menn þær eftir hentugleikum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins