fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

70 prósent löghlýðni

Egill Helgason
Föstudaginn 18. desember 2015 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrítið fyrirbæri Viðskiptaráð. Frá því koma tillögur um að einfalda stofnanakerfi og fækka sveitarfélögum. Sumt í þessu virðist ágætt og hefur reyndar verið rætt margoft áður. Það gæti verið tímabært að steypa saman stofnunum – styrkja sumar og hugleiða hversu nauðsynlegar aðrar eru. Þarna eru ráðuneyti líka meðtalin, en það heyrðust ægileg ramakvein þegar síðasta ríkisstjórn vildi fækka ráðuneytum.

Og hvað sveitarfélög varðar, þá er fjöldi þeirra á Íslandi algjörlega fáránlegur og gríðarleg sóun í kringum allt það kerfi.

En hængurinn er sá hvað Viðskiptaráð hefur lítinn trúverðugleika. Frægust er yfirlýsing ráðsins um að Íslendingar gætu ekkert lært af Norðurlandaþjóðunum, við værum þeim svo miklu fremri þeim á öllum sviðum, hvíþvottur þess á íslenska fjármálakerfinu rétt fyrir hrun – og svo sú staðreynd að ályktanir Viðskiptaráðs rötuðu einkennilega oft inn í lög og reglur á árunum fyrir hrunið.

Þetta gleymist ekki svo glatt.

Samtímis því að Viðskiptaráð sendi frá sér áðurnefndar hugmyndir stóð það fyrir fundi um „réttarstöðu fyrirtækja“. Þar var náttúrlega komið inn á eitt uppáhaldsviðfangsefni þeirra í Viðskiptaráði, bæði fyrir og eftir hrun – veiking eða afnám eftirlits. Það er ekki síst vegna þess að maður spyr hvað vaki fyrir Viðskiptaráði þegar það vill leggja niður stofnanir.

Einn ræðumannanna á fundinum sagði að það væri gott ef fjármálafyrirtæki færu að 70-80 prósentum af reglum. Þannig væri þetta út í einhverjum ótilgreindum „stóra heimi“. Kemur hvergi fram að þessu hafi verið mótmælt af fundarmönnum, segir reyndar í frétt að þeir hafi hlustað af athygli á það sem ræðumenn sögðu.

70 prósenta löghlýðni er í raun mjög áhugaverð hugmynd. Mætti kannski yfirfæra hana á fleiri svið samfélagsins. Til dæmis ef við myndum ákveða að hlýða aðeins 70 prósent umferðarreglna. Spurning hvernig framkvæmdin yrði, myndi maður taka 3 daga af 10 og hlíta þá engum reglum, eða ætti maður að dreifa þessu aðeins?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt