fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Ríkisútvarpið undir geðþóttavaldi stjórnmálanna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. desember 2015 04:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherrann sem stóð fyrir því að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi og breytti tekjuöflun þess úr afnotagjöldum yfir í nefskatt, bendir sjálf á galla þessa kerfis eins og það hefur þróast.

Það hefur orðið raunin að stjórnmálamenn nota vald sitt til að refsa eða þá umbuna Ríkisútvarpinu – allt eftir því hvernig þeir eru innstiltir gagnvart því. Nú er það tyftunin sem er ofan á – það er erfitt að túlka það sem hefur gerst síðustu daga sem annað en hefndaraðgerðir gagnvart Ríkisútvarpinu. Karl Th. Birgisson kallar það aðför í þessum pistli á vefmiðlinum Herðubreið.

En Þorgerður Katrín sagði fyrir fáum dögum í viðtali:

En það eru greinilega agnúar sem eftir standa, meðal annars með nefskattinn. Ég sagði allan tímann að hættan við það væri einmitt að menn færu að taka hluta af honum og svolítið valsa um með það hversu hátt það á að vera eða lágt á það að vera, í staðinn fyrir að tryggja ákveðið umhverfi og að Ríkisútvarpið hefði ákveðið umhverfi og fjármunum yfir að ráða og síðan ekkert umfram það. Það er mikilvægt fyrir Ríkisútvarpið að vita að það hefur einhverjar ákveðnar fjárhæðir og starfa í því ljósi.

Það sem hefur gerst er semsagt að Ríkisútvarpið er fært lengra undir geðþóttavald stjórnmálanna. Það er ekki auðvelt, hvorki hvað varðar rekstur eða efnistök. Rekstrarlega er afar erfitt að gera nokkrar áætlanir sem standast – og það geta stjórnmálamenn síðan notað sem átyllu til að þrengja enn að.

Hvað varðar efnistök þá er hætt við að grípi um sig innri ritskoðun þegar vitað er að stjórnmálamenn hafa líf og framtíð starfseminnar í hendi sér og geta þrengt tökin þegar þeir vilja. Það er svo möguleiki að brátt taki við önnur stjórnvöld sem hafa aðrar hugmyndir og vilja setja meira fé í Ríkisútvarpið. Slíkt er ekki heldur gott – það sem þarf er stöðugt rekstrarumhverfi líkt og Þorgerður Katrín nefnir.

Þetta gerist á sama tíma og auðmenn verða æ umsvifameiri á íslenskum fjölmiðlamarkaði, áhrifin þeirra á fjölmiðlana hafa verið að aukast frá því fyrir hrun og eru í raun enn að magnast. Eiginlega allir fjölmiðlar í eigu þeirra hafa haldið uppi hatrömmum áróðri gegn Ríkisútvarpinu, stundum mjög heiftúðugum.

Síðasta vendingin er Fréttatíminn, sem er kominn í eigu einhverra stórtækustu spákaupmanna á Íslandi – þeirra sömu og fengu um daginn að fara fremst í röðina við kaup á Símanum og högnuðust afar vel á því.

Í nýrri könnun MMR birtust merkilegar upplýsingar um traust til stofnana samfélagsins, það reyndist vera afar lítið. Ríkisútvarpið nýtur þó trausts hjá 50 af hundraði landsmanna, samkvæmt þessari mælingu, og má teljast harla gott.

En þegar er spurt um traust til fjölmiðla almennt er það ekki nema 11 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt