fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Ekki svona áburðarverksmiðju

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. desember 2015 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var alþekkt í eina tíð að þingmenn voru undir áhrifum áfengis síðustu daga fyrir jól. Þeir skruppu í jólaveislur og komu aftur í atkvæðagreiðslur í þinginu.

Reykjavík var náttúrlega svoddan smábær að maður frétti þetta bara í bænum – að hinn og þessi þingmaður hefði verið kenndur niðri í þingi á aðventunni.

Menn gerðu sér ekki rellu út af þessu – og ekki var það nefnt í sjálfum ræðustól þingsins.

En við lifum dálítið aðra tíma og kröfurnar um að fólk sé allsgáð eru harðari. Sú þróun hefur svosem staðið lengi yfir. Þegar ég hóf störf í blaðamennsku var mestanpart hætt að veita vín á blaðamannafundum, þótt smá eimdi eftir af því. Það voru helst einhverjir náungar sem voru í kringum sovéska sendiráðið sem reyndu að hella áfengi í blaðamenn.

En þetta upphlaup með ölvaða þingmanninn, sem enn er ekki búið að upplýsa hver er, hefur þó getið af sér bestu og ísmeygilegustu fréttafyrirsögn vikunnar. Hún er höfð eftir þingmanninum Þorsteini Sæmundssyni sem hefur orðið frægur fyrir eitt og aðeins eitt mál á stjórnmálaferli sínum.

Svona áburður er óþolandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt