
Fyrirtæki sem nefnist því stóra nafni Art Medica sér um tæknifrjóvganir á Íslandi. Þetta er afar viðkvæm starfsemi og mjög mikilvæg fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Hún er líka samfélagslega mikilvæg.
Art Medica hefur legið undir stórkostlegu ámæli fyrir okur, græðgi og lélega þjónustu. Í haust voru miklar hækkanir á gjaldskránni.
Í morgun birtist frétt um að eigendur fyrirtækisins hafi tekið sér í arð hvorki meira né minna en 265 milljónir.
Það verður að segjast eins og er – ef einkarekstur í heilbrigðisþjónustu á að vera með þessum hætti, þá vill hann enginn nema fanatískustu einkavæðingarsinnar og ef til vill þeir sem sjálfir eru í aðstöðu til að geta mokað inn fé á neyð annarra og vanheilsu.