fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Tvö skemmtileg og þjóðleg borðspil

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. desember 2015 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók Jóns Gnarr, Útlaganum, segir höfundurinn frá því að hann hafi oft spilað Útvegsspilið þegar hann var unglingur og þótt það afar skemmtilegt. Jón var nörd, eins og margoft hefur komið fram, og mér skilst á textanum að hann hafi jafnvel spilað Útvegsspilið við sjálfan sig.

Eins og segir á vefnum Boardgamegeek hefði Útvegsspilið ekki getað orðið til í öðru landi en á Íslandi. Þátttakendur eiga að kaupa skip, veiða fisk og byggja frystihús.

Spilið er frá 1977 og það er erfitt að verjast þeirri hugsun að Útvegsspilið hefði orðið miklu áhugaverðara eftir að kvótakerfinu var komið á 1984 og einkum þó eftir að framsal á kvóta var heimilað 1990 og farið var að veðsetja óveiddan fisk. Þá var flækjustigið orðið miklu hærra og ennþá meira í húfi.

 

pic118587_md

 

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei spilað Útvegsspilið og ekki heldur spilið hérna að neðan – það virkar ekki síður skemmtilegt.

Þetta er Kjördæmaspilið sem mun hafa komið á markað 1959. Myndirnar á kassanum gefa í kynna hvílík skemmtun er í boði. Þarna eru myndir af körlum, nokkrum helstu stjórnmálaleiðtoga áranna eftir stríð.

Má bera kennsl á Hermann Jónasson, Emil Jónsson, Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson, Einar Olgeirsson, Eystein Jónsson og Guðmund Í Guðmundsson – og svo er þarna einn sem ég kem ekki fyrir mig.

Mér skilst að í spilinu sé að finna texta eins og þennan:

Þér missið tvö þingsæti í kjördæminu vegna áróðurs andstæðinganna.

 

1897889_780872271930793_3119994753714236925_n

 

Ætli sé markaður fyrir að endurútgefa kjördæmaspilið með þingmönnum nútímans?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt