
Fyrirspurn ársins á Alþingi hlýtur að koma frá Vigdísi Hauksdóttur sem spurði hvort útbúnaður til að mæla sjónvarpsáhorf væri líka notaður til að mæla skoðanir fólks á stjórnmálum og Evrópusambandinu.
Nú er komið svar frá iðnaðarráðuneytinu sem var gert að fjalla um þessa fyrirspurn þingmannsins.
Í frásögn Viðskiptablaðsins af þessu segir einfaldlega að –
…ekki sé unnt að mæla hugsanir fólks á rafrænan hátt enn sem komið er.