fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Ósamhljómur þrátt fyrir hópefli

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. september 2013 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað sem þingmenn úr stjórnarliðinu segja þá er fullkominn ósamhljómur milli flokkanna varðandi skuldamálin.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir steig fram um helgina og sagði að ríkisstjórnin væri „liðsheild“, það er líking úr íþróttunum. Eygló Harðardóttir líkti þessu við hjónaband.

En þegar kemur að málefninu ríkir kakófónía – það er hver að syngja með sínu nefi. Ekki bætir úr þegar koma ruglandi skilaboð eins og þeir sem hafi fengið einhverjar leiðréttingar, fái ekki aftur. Það er svo að nokkru leyti dregið til baka, en óvissan verður bara ennþá meiri.

Það er svosem spurning hvort sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson hafi náð að þétta raðirnar, hann mun hafa stjórnað hópefli með stjórnarliðum um helgina. Jóhann er fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta og sérfræðingur í að búa til liðsanda.

En svo koma fréttir eins og þessi, á forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Tekjuháir myndu fá mest af skuldafskriftum vegna íbúðalána. Það þarf ekki að segja manni að þessi uppsláttur sé tilviljun.

 

A2013-09-19_w272

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina