fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Fylgi leitar frá D og S – B í mikilli uppsveiflu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. febrúar 2013 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun MMR sem birtist í dag er gerð áður en Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn og sömuleiðis Vinstri grænir.

Það er fyrirvarinn sem má gera við hana.

En þrátt fyrir það sýnir hún glögga tilhneigingu. Framsóknarmenn eru að taka mikið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi alls engan kosningasigur í vændum.

Og Björt framtíð hirðir fylgi af Samfylkingunni.

Fylgið er semsagt að leita frá stóru flokkunum til þeirra flokka sem standa þeim næst – og eru líkastir þeim.

Miðað við þetta þýðir lítið fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu að bölsótast hvor yfir öðrum, flokkarnir þurfa að líta sér nær.

Skoðanakönnunin sýnir líka að líklegasta stjórnarmynstrið eftir kosningar er hið gamalkunna Sjálfstæðisflokkur/Framsókn. Vinstri vængurinn er alveg tvístraður.

Slík stjórn myndi aðallega hafa að markmiði að keyra upp hagvöxt á Íslandi og það er nokkuð sem þarf að ræða fyrir kosningarnar.

Er hægt að auka hagvöxtinn mikið, hvaða aðferðir notum við til þess, gæti það orðið varanlegt – eða værum við bara að blása í nýja bólu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar