fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Gengur ekki upp

Egill Helgason
Föstudaginn 6. desember 2013 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska hagkerfið starfar einkennilega – það gerði það fyrir hrun og svo er enn.

Bankarnir skila ofurhagnaði með því að blóðmjólka sauðsvartan almúgann. Þeir eru annars vegar í eigu kröfuhafa og vogunarsjóða, og hins vegar í eigu íslenska ríkisins. Það hefur orðið stórkostleg tilfærsla á eignum – meirihluti húsnæðis á Íslandi, sem að nafninu til er í eigu einstaklinga, er nú í eigu lánastofnana.

Magnús Orri Schram alþingismaður upplýsir í pistli hér á Eyjunni að stór fyrirtæki á Íslandi geri unnvörpum upp í erlendri mynt. Þau hafa sagt skilið við íslensku krónuna. Á listanum eru sjávarútvegsfyrirtæki með 42 prósent af aflamarki.

Magnús Halldórsson blaðamaður skrifar grein á vef Viðskiptablaðsins um það hvernig markaðslögmálunum er kippt úr sambandi þegar kvótakerfið er annars vegar. Þeir sem styðja kerfið hampa gjarnan frjálsum viðskiptum, en markaðurinn er bara yfirvarp þegar fiskveiðistjórnunin er annars vegar. Eins og Magnús segir virkar kerfið ekki í niðursveiflu, þá fá fyrirtæki ekki að fara á hausinn og það er reynt að koma í veg fyrir að myndist eðlilegt markaðsverð á kvótanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina