fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Joni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. nóvember 2013 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

crozeric69.JPG

Eitt sinn hitti ég náunga sem var umboðsmaður fyrir Rolling Stones. Það vildi svo til að ég hafði meðferðis safnplötu með lögum Joni Mitchell sem sem ég var nýbúinn að kaupa – Hits heitir hún.

Stones umboðsmaðurinn sagði fýlulega að Joni Mitchell hefði nú aldrei átt nein hits.

Jæja, sagði ég, kannski – en síðasti hittari Rolling Stones var sirkabát árið 1978.

Nú er Joni Mitchell að senda frá sér plötu. Eftir að hafa yfirgefið tónlistarbisnessinn fyrir nokkrum árum, skellt á eftir sér hurðum og kallað hann forarvilpu.

Joni er frábær lagahöfundur og flytjandi, ekki bara góð söngkona heldur líka snilldar gítarleikari – ég sé það í iTunes hjá mér að af hundrað mest spiluðu lögunum eru átta með henni. Fyrir utan hvað hún var glæsileg, sjálfstæð og flott þegar hún spratt fyrst upp úr Kaliforníu-senunni í kringum 1970.

Þá beygðu menn sig í lotningu fyrir henni líkt og David Crosby og Eric Clapton á myndinni hér að ofan. Og gera enn þótt hún sé komin á sjötugsaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina