fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Borgaraleg menning

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. nóvember 2013 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkur misskilningur hjá ungum Sjálfstæðismönnum að það sé í anda sósíalisma að koma upp menningarstofnunum og reka þær fyrir opinbert fé.

Tíminn þegar söfn, tónlistarhús og óperur Evrópu byggjast upp er þegar borgarastéttinni vex fiskur um hrygg og hún vill fá hlut af þeim lífsgæðum sem aðallinn naut áður.

Á þessum tíma var mjög sterk trú á gildi listarinnar – það hófst blómleg bókaúgáfa, börn á betri heimilum lærðu tónlist, myndlistarsmekkurinn var heldur íhaldssamur, það var hægt að hrella borgarstéttina með nýjungum í málaralist, svo lét hún sér annt um hinar fögru listir.

Á þessum tíma myndu flestir borgararnir hafa aðhyllst íhaldsstefnu – sumir hafa kannski verið frjálslyndir, en sósíalismi hefur lítt komið við sögu. Þetta er fyrst og fremst afsprengi borgaralegrar menningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina