
Það er nokkur misskilningur hjá ungum Sjálfstæðismönnum að það sé í anda sósíalisma að koma upp menningarstofnunum og reka þær fyrir opinbert fé.
Tíminn þegar söfn, tónlistarhús og óperur Evrópu byggjast upp er þegar borgarastéttinni vex fiskur um hrygg og hún vill fá hlut af þeim lífsgæðum sem aðallinn naut áður.
Á þessum tíma var mjög sterk trú á gildi listarinnar – það hófst blómleg bókaúgáfa, börn á betri heimilum lærðu tónlist, myndlistarsmekkurinn var heldur íhaldssamur, það var hægt að hrella borgarstéttina með nýjungum í málaralist, svo lét hún sér annt um hinar fögru listir.
Á þessum tíma myndu flestir borgararnir hafa aðhyllst íhaldsstefnu – sumir hafa kannski verið frjálslyndir, en sósíalismi hefur lítt komið við sögu. Þetta er fyrst og fremst afsprengi borgaralegrar menningar.