

Fyrir fjörutíu og fimm árum fylgdist heimsbyggðin agndofa með þegar ungur maður, Jan Palach, kveikti í sjálfum sér í Prag til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu.
Í Vietnam kveiktu Búddamunkar í sér í mótmælaskyni – það var sagt frá því í fréttum á tíma Vietnamstríðsins.
Síðan 2009 hafa að minnsta kosti 122 menn kveikt í sér í Tíbet. Kínversku yfirvöldin segja að þetta séu hryðjuverkamenn.
En umheiminum virðist vera alveg sama.
