fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Meirihluti vill halda viðræðum áfram

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. júní 2013 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ekkert við það að athuga að ríkisstjórn Íslands geri hlé á viðræðum við ESB. Hún hefur umboð til þess frá kjósendum síðan í alþingiskosningunum í apríl.

En stjórnarflokkarnir eru líka bundnir af loforðum um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræður eigi að halda áfram.

Þetta sögðu talsmenn beggja flokka skýrt fyrir kosningarnar – í siðuðu ríki ætti ekki að vera hægt að ganga bak þeim orðum.

Nú eru utanríkisráðherrann og forsetinn í opinberri heimsókn í Þýskalandi. Vonandi detta þeir ekki – og þá einkum sá síðarnefndi – ekki í þá gryfju að halda því fram að meirihluti Íslendinga vilji slíta aðildarviðræðunum.

Því það er ekki satt. Endurteknar skoðanakannanir sýna að meirihluti vill halda viðræðunum áfram – og í dag birtist enn ein könnunin þar sem er komist að sömu niðurstöðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina