fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Helst í fréttum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. júní 2013 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er eitthvað að gerast í heiminum?“ spurði Kári mig í morgun.

Ég sagði honum frá Edward Snowden sem aleinn berst gegn eftirlitssamfélaginu og á að sæta handtöku fyrir vikið.

Frá auðhringnum Monsanto sem er að ná eignarhaldi á sáðkorni í heiminum.

Og frá vísindamanninum sem spáir því að jörðin verði varla lífvænleg vegna hita eftir tæpa öld.

Svo sagði ég honum að fara að bursta tennurnar.

„Það tekur því ekki,“ sagði barnið og hallaði sér aftur í rúminu.

Svo dæsti hann:

„Ég verð víst að verða stjórnmálamaður!“

„Er það?“

„En ég get ekki orðið forseti Bandaríkjanna.“

„Þú getur orðið forseti Íslands.“

Þá hló drengurinn tryllingslega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina