
Herferðinn gegn Günter Grass beinir sjónum að stjórnmálum í Ísrael.
Ísrael telst vera lýðræðisríki – en það er vandséð að í lýðræðisríkjum Evrópu kæmist til valda maður eins og Eli Yishai, innanríkisráðherra og vara-forsætisráðherra.
Maðurinn er rasisti, hann telur að útlendingar sem koma til Ísraels beri með sér alnæmi, lifrarbólgu og berkla, hann vill varpa sprengjum á Gazasvæðið og hann telur að samkynhneigð sé sjúkdómur.
Í grein í ísraelska blaðinu Haaretz segir að í þokkabót sé Shas, flokkur Yishai, algjör karlrembusamkunda. Yishai sé að valda miklum skaða í ísraelsku samfélagi með því að breiða út hatur á útlendingum og öfgaþjóðernishyggju.
Yishai krefst þess í dag að Grass verði sviptur Nóbelsverðlaununun.
Þegar grannt er skoðað er bitamunur en ekki fjár á þessum manni og Ahmadinejad, forseta Írans.