fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Síðasta Kiljan í vetur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. apríl 2012 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld verður rætt við Óttar Guðmundsson geðlækni um bókina Hetjur og hugarvíl. Þar rýnir Óttar í Íslendingasögurnar og greinir sögupersónur eftir nútíma hugmyndum geðlæknisfræðinnar. Meðal þeirra sem fara á bekkinn hjá Óttari eru Egill Skallagrímsson, Gunnar á Hlíðarenda, Hallgerður langbrók, Grettir Ásmundarson og Guðrún Ósvífursdóttir.

Annar gestur í þættinum er, Sigurður Grétar Guðmundsson, pípulagningamaður sem var lengst af búsettur í Kópavogi. Á gamals aldri skrifaði hann fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Spádómur lúsarinnar – en hann hafði reyndar lengi skrifað pistla um lagnir í Morgunblaðið.

Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um skáldsöguna Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur og ljóðabækurnar Rómantískt andrúmsloft eftir Braga Ólafsson og Leitina að upptökum Orinoco eftir Ara Trausta Guðmundsson.

Bragi rýnir meðal annars í bifreiðaskrána í Reykjavík þegar þótti fínt að eiga bílnúmer með eins eða tveggja stafa tölu.

Þetta er síðasta Kiljan á þessari vertíð og við sýnum valin atriði úr þáttum vetrarins. Þar koma meðal annars við sögu Vilborg Dagbjartsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Ingunn Snædal, Hannes Pétursson, Jón Kalman Stefánsson, Nawal el Saadawi, Hvalfjörður, Ísafjörður, Flateyri og Frankfurt.

Grettir Ásmundarson er ein þeirra sögupersóna Íslendingasagnanna sem Óttar Guðmundsson rýnir í með aðferðum geðlæknisfræðinnar. Hann telur að Gretti hefði ekki farnast vel í nútímasamfélagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar