
Það er vond blaðamennska að kynna netkannanir líkt og um skoðanakannanir sé að ræða. Vísir.is fellur í þessa gryfju með netkönnun sem gerð var á afstöðu til forsetaframbjóðenda.
Netkannanir eru ómarktækar af ýmsum ástæðum, það er ákveðinn hópur fólks sem er mikið á netinu og getur haft aðrar skoðanir en þeir sem eru minna á netinu, það er auðvelt að smala í slíkum könnunum – og það er auðvelt að svindla.
Netkannanir má hafa til gamans – eins og samkvæmisleik – en þegar þær eru kynntar eins og Vísir gerir og skrifaðar margar fréttir upp úr könnuninni, þá er það ekkert annað en óvönduð blaðamennska.