
Könnun MMR sýnir að Ólafur Ragnar Grímsson nýtur langmests trausts íslenskra stjórnmálamanna. Jú, stjórnmálamanna – nú er forsetinn talinn í þeim hópi.
Það er ýmislegt athyglisvert við þessar niðurstöður – til dæmis það að Ólafur Ragnar nýtur miklu meira trausts hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins en sjálfur formaður flokksins.
Og Lilja Mós og Jón Gnarr njóta meira trausts en Steingrímur, Jóhanna, Bjarni og Sigmundur Davíð.