fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Allir óánægðir

Egill Helgason
Mánudaginn 23. apríl 2012 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsdómurinn er áhugaverður fyrir ýmsar sakir – til dæmis að hann gerir ekki út um neitt.

Þeir sem styðja Geir og þeir sem eru á móti honum túlka dóminn á mismunandi hátt. Þeir rífast eins og hundar og kettir.

Allir eru í raun óánægðir.

Geir var mjög reiður eftir dómsuppkvaðninguna – það kom ekkert sérlega vel út. En málið er kannski það að það spyrst til útlanda að forsætisráðherrann fyrrverandi hafi verið dæmdur – og þannig fer það líka í sögubækurnar.

Jafnvel þótt aðeins hafi verið dæmt fyrir eitt ákæruatriði og Geir sé ekki gerð nein refsing.

Það verður hins vegar forvitnilegt ef Geir fer með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Baldur Guðlaugsson hefur líka sagst ætla að fara þá leið – og, ef maður skilur rétt, hafa lögmenn ýmissa manna sem eru ákærðir fyrir brot á tíma útrásarinnar og hrunsins, líka veifað Mannréttindadómstólnum.

Þannig að þar gæti myndast ös frá Íslandi.

En eftir stendur sem áður að enginn telur sig bera vott af ábyrgð á því sem gerðist á Íslandi árin fyrir 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar