fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Blikkið

Egill Helgason
Föstudaginn 9. mars 2012 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var alinn upp í grennd við Melavöllinn, hann var eitt aðal leiksvæðið þegar ég var strákur. Oft var maður að þvælast þar í æsku, príla yfir girðingar eða undir þær, safna flöskum eða fylgjast með íþróttamönnum við æfingar.

Svo voru þar kappleikir og mót – maður borgaði sig kannski ekki alltaf inn, því það var frekar auðvelt að svindla sér inn á Melavöllinn. Maður þekkti alla verðina í sjón – þetta voru yfirleitt eldri menn sem báru þartilgerð kaskeiti – og kunni að forðast þá.

En ég sá þarna fótboltaleiki í öllum veðrum – ég man eftir að hafa séð Gunnar Felixson KR-ing skora beint úr hornspyrnu eða kannski fauk boltinn bara í markið. Ég man lika eftir leik milli Akraness og Vals þar sem allt var á kafi í snjó.

Svo voru haldin frjálsíþróttamót og þar voru ýmsar kempur. Ég fylgdist með, strákstauli, þegar Guðmundur Hermannsson setti ótrúlegt Íslandsmet í kúluvarpi – kastaði miklu lengra en Huseby sem áður hafði verið fremstur kúluvarpara.

Stundum á vetrum var Melavöllurinn sprautaður með vatni til að búa til skautasvell – þar var oft fullt af börnum – en syðst á vallarsvæðinu var líka aðstaða til að leika íshokkí.

Ég verð dálítð meyr af þessum minningum – og ég hlakka til að sjá mynd sem Kári Schram hefur gert um Melavöllinn. Hún nefnist Blikkið og verður frumsýnd nú um helgina.

Nafnið á myndinni er skemmtilegt. Það er sagt að KR-ingar hafi gjarnan hrópað „blikkið, blikkið“ þegar stutt var eftir af leikjum þar sem þeir voru yfir.

Þetta þýddi að spyrna skyldi boltanum fast yfir girðinguna á vellinum og helst alla leið út að Háskóla til að tefja leikinn. Á þeim tíma voru menn ekki að nota meira en einn bolta.

Ungir og áhugasamir áhorfendur við girðinguna á Melavellinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina