fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Erlendir fjölmiðlar hafa áhuga

Egill Helgason
Mánudaginn 5. mars 2012 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Geirs Haarde er að vekja athygli víða um heim. Ég hef verið í viðtölum við fimm erlenda fjölmiðla í dag vegna þessa – tvo á Brelandseyjum, einn á Spáni og tvo  í Bandaríkjunum.

Eins og oft er veruleikinn ekki alveg klipptur og skorinn þegar maður fer að skýra hann út. Ég hef allavega ekki verið að tala í fyrirsögnum.

Eftir að hafa fylgst aðeins með því sem hefur verið að gerast í Þjóðmenningarhúsinu í dag finnst manni eins og Geir eigi líklega skilið nokkur viðurnefni sem honum hafa verið gefin – sögnin „að haardera“ varð ekki til að ástæðulausu – hann virkar eins og harla lítill stjórnvitringur, maður sem lætur sig berast með straumnum – getur virkað innan hóps en er slappur leiðtogi.

En hvort það dugir til að dæma hann það er annað mál. Ég hef sagt við hina erlendu fjölmiðlamenn að mér þyki alveg jafn líklegt að Geir verði sýknaður og að það sé erfitt að komast framhjá ásökunum um að réttarhaldið sé orðið of pólitískt til að það geti talist neins konar uppgjör við hrunið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina