
Vinur minn sem veit margt um pólitík og alþjóðasamstarf sagði við mig á fimmtudaginn.
„Ég skal veðja við þig fimm Kanadadollurum að kanadíski sendiherrann talar ekki á fundi Framsóknarflokksins á laugardaginn.“
Ég var þá nýbúinn að skrifa bloggfærslu um þetta.
Ég tók ekki veðmálinu – mér fannst einsýnt að þetta væri rétt hjá manninum – að sendiherranum yrði bannað að tala.