fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Viðræðuslit eftir kosningar?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. mars 2012 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðherra hefur loks viðurkennt það sem mönnum hefur þótt blasa við, að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki lokið fyrir þingkosningar 2013.

Draumur helsta ESB flokksins, Samfylkingarinnar, hafði verið að kjósa um málið fyrir þingkosningarnar eða á svipuðum tíma og þær fara fram. Það hefði getað verið gott fyrir flokkinn og sérstöðu hans – en raunsæismenn gera sér grein fyrir að næsta vonlaust er að fá þjóðina til að fallast á aðild eins og ástandið er í Evrópu.

Það er vel hugsanlegt að kosningarnar bindi enda á málið. ESB verður örugglega eitt af stærstu kosningamálunum, það gæti vel orðið raunin að niðurstaða kosninganna yrðu einfaldlega viðræðuslit.

Að flokkar sem ekki vilja halda áfram í ferlinu – eða fresta því – öðlist meirihluta á Alþingi.

Mótrök gætu verið sú að málið verði komið svo langt að of seint sé að hætta – en það er spurning hvort þau virki á hina öflugu ESB andstöðu sem er innan margra flokka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar