fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Óhefðbundinn þýskur forseti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. mars 2012 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Der Spiegel skrifar um Joachim Gauck, nýjan forseta Þýskalands, sem blaðið segir að sé bestur þegar hann talar um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Stór mál. Hann þykir tilfinningaríkur maður, og hikar ekki við að nota orð eins og ást.

Hann er óhefðbundinn maður sem gæti verið illa settur innan um lífverði og skothelt gler. Gauck var upprunalega baráttumaður fyrir mannréttinndum í gamla Austur-Þýskalandi. Hann verður forseti eftir hneykslismál sem felldi fyrri forseta – en Angela Merkel hefur alls ekki viljað sjá hann á forsetastóli.

Nú er hann undir smásjá – það er tekið eftir því hvort fötin hans eru krumpuð og hvort hann mætir á fundi með plastpoka þar sem stendur HM 2006, eins og hann gerði nýlega.

Margir hafa trú á honum. Hann virkar öðruvísi en hefðbundinn forseti – og sumir telja að hann geti haft mikilvæga hluti að segja þjóð sinni, ekki ólíkt Richard Von Weizsäcker, sem er síðasti forseti Þýskalands sem talaði um alvöru mál þannig að eftir var tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar