fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Pólskir meistarar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. mars 2012 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sé að það eru pólskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís.

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert um nútíma kvikmyndagerð í Póllandi – heljartök bandarískra kvikmynda hafa í raun aldrei verið meiri. En sú var tíðin að ég horfði á pólskar kvikmyndir og hreifst af snilli þeirra og dýpt.

Þegar ég kom til Varsjár í fyrsta skipti 1986 gekk ég framhjá húsi sem pólskir vinir mínir sögðu að væri hús Andrzej Wajda. Ég hneigði höfuðið – barnungur sá ég í sjónvarpinu meistaraverk hans Kanal og Ösku og demanta. Sérstaklega greipti Kanal sig í barnsminnið, hún fjallar um andspyrnufólk sem flýr ofan í holræsi eftir uppreisnina í Varsjá 1944 og er lokað þar inni. Aska og demantar er lykilverk þegar er fjallað um rótleysi æskunnar eftir stríðið.

Pólverjar höfðu náttúrlega miklar sögur að segja, um hrylling styrjaldarinnar og um kommúnistasamfélagið sem komið var þar á að henni lokinni. Kúgunin var ekki jafn alltumfaðmandi og víða annars staðar í Austurblokkinni – þeir höfðu meira listrænt frelsi sem skilaði sér í kvikmyndirnar.

Það komu myndir sem jafnvel rötuðu í bíó hérna heima– eða á kvikmyndahátíðir: Marmaramaðurinn, Járnmaðurinn, Fyrirheitna landið, Landslag eftir orrustu. Þær tvær fyrstnefndu voru uppgjör við stalínismann – þær voru jafnframt vísbending um að kommúnisminn riðaði til falls í Póllandi.

Það er heldur ekki svo langt að Wajda, sem er fæddur 1926, gerði stóra kvikmynd. Hún heitir Katyn, fjallar um fjöldamorðin á 30 þúsund pólskum liðsforingjum og menntamönnum í stríðinu. Það var lengi deilt um hvort Sovétmenn eða Þjóðverjar hefðu framið þessi morð – eins og sjá má í myndinni varð lygin að opinberri útgáfu í Póllandi. Morðin voru framin að skipun Stalíns.

Polanski er auðvitað pólskur – en hann var ungur þegar hann flutti burt. Saga hans er átakanleg, hann var gyðingadrengur sem var í gettóinu í Kraká, náði svo að komast í felur hjá kaþólskri fjölskyldu. Móðir hans var myrt í Auschwitz. Þetta er saga Póllands 20. aldarinnar, saga um baráttu fyrir lífinu gegn algjöru ofurefli.

Það var þessi mikli háski sem maður fann í kvikmyndum pólskra leikstjóra af þessari kynslóð. Síðar kom annar meistari, Kryzstof Kieslowski. Hann var yngri, fæddur 1941, meistaraverk hans, Boðorðin tíu, eru innhverfari, eins og öguð kammerverk miðað við óþreyjuna í Polanski og leit Wajda að því að skilja söguna.

Aska og demantar, tímamótamynd eftir Wajda frá 1958.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?