fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Varla aðhlátursefni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. mars 2012 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er í samskiptum við fjölda útlendinga sem spyr um málefni Íslands. Listinn yfir erlenda fjölmiðla sem hafa talað við mig síðan í hruninu er orðinn mjög langur. Það hefur líka verið talsvert um að háskólafólk hafi samband við mig og fólk sem starfar innan mótmælahreyfinga erlendis.

Þetta útlenda fólk veit misjafnlega mikið um Ísland – flest í rauninni fremur lítið. Það er varla við öðru að búast.

Yfirleitt hefur það nokkuð óljósa hugmynd um að Ísland hafi staðið uppi í hárinu á peningaöflum sem hafi farið með fjárpynd á hendur þjóðarinnar.

Það veit ekki nákvæmlega hvernig var í pottinn búið með Icesave, en þetta er nokkurn veginn fréttin sem skilaði sér út í heim.

Að Íslendingar hafi sagt nei við vald peninganna. Þetta vekur víða hrifningu.

Margir þykjast líka vita að það var forseti þjóðarinnar sem tók af skarið og efndi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir hafa reyndar sagt við mig að þeir vildu óska að þeir hefðu slíkan forseta.

Ef Ólafur Ragnar Grímsson er þekktur fyrir eitthvað í útlöndum, þá er það þetta. Á þessum tíma birtist hann í viðtölum á alþjóðlegum fréttastöðvum eins og CNN, BBC og Al Jazeera.

Ég held að það sé rangt að Ólafur sé sérstakt aðhlátursefni erlendis. Það gæti svosem verið innan einhverra diplómatískra kreðsa. En þetta er sú mynd sem mér berst að utan af Ólafi Ragnari og hún er allt öðruvísi en það sem þýski stjórnmálafræðingurinn Fischer segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?