fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Herleiddir í ESB-lyftunni

Egill Helgason
Laugardaginn 17. mars 2012 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið er með sendiskrifstofu í gömlu Moggahöllinni. Svo vill til að þar í húsinu er þingflokkur Vinstri grænna líka til húsa.

Jón Bjarnason er hálfskelkaður yfir þessu á bloggi sínu, hann vitnar í tilfinningaþrunginn leiðara í Bændablaðinu þar sem stendur:

„Undir stjörnumprýddum fána ESB ganga þingmenn VG til vinnuaðstöðu sinnar sem þeim er sköpuð á vegum Alþingis í gömlu Moggahöllinni.  ESB-fáninn blaktir á húsinu.  Á hnappaborði lyftunnar sem flytur fólk milli hæða má sjá annarsvegar merkingar VG og hinsvegar merki ESB“

Þetta telur Jón að beri vott um það sem hann kallar „herleiðingu hugarfarsins“. Það er orðalag sem var mikið notað á tíma kalda stríðsins.

Það er líkast að Jón, og leiðarahöfundurinn, óttist að ef þeir ýti á vitlausan takka í lyftunni lendi þeir í ESB – verði herleiddir þangað inn.

Annars er stundum sagt að maður skuli hafa vini sína nálægt sér en óvini sína enn nær sér. Þetta vissu þeir í Morgunblaðshöllinni í gamla daga. Þar kippkorn frá var nefnilega sendiráð Sovétríkjanna sem breiddi sig yfir að minnsta kosti fimm stórhýsi í Túngötu og Garðastræti.

Ég veit ekki betur en að Moggamönnum hafi fundist þetta ágætt fyrirkomulag – að hafa óvininn svo nálægt sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis