fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Alþjóðlegur ruslaralýður

Egill Helgason
Laugardaginn 17. mars 2012 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór að velta því fyrir mér um daginn, þegar ég las um tengdaföður Assads Sýrlandsforseta, hvers konar lýður væri saman safnaður í London.

Tengdafaðirinn er virðulegur hjartalæknir við Harley Street, en meðfram því er hann að ráðleggja einræðisherranum tengdasyni sínum um morð og annað.

Maður hefur svosem oft pælt í þessu áður þegar maður fer um London – hvernig hún tekur á móti illa fengnu fé og eigendum þess úr öllum heimshornum.

Mönnum sem hafa sölsað undir sig auðlegð heilla þjóða: Spilltum Afríkuleiðtogum, ólígörkum frá Rússlandi, olíufurstum frá Arabíu. Nú er meira að segja sagt að peningar frá Grikklandi flæði um Lundúnir – þetta er fé sem grískir auðkýfingar hafa flutt úr landi.

Marina Hyde skrifar hörkugrein um þetta í Guardian. Hún veltir fyrir sér borg sem hvað eftir annað þarf að velja á mili þess hvor eigi að vera borgarstjóri, Boris Johnson eða Ken Livingstone – borg þar sem slíkir stórlaxar fagna alþjóðlegum ruslaralýð (global scumbags).

Breska stjórnin lætur gott heita – City stendur í ágætum blóma á meðan. Þetta er það sem er eftir af heimsveldinu. Marina Hyde segir að þetta hafi byrjað á tíma Thatcher en færst enn í aukana undir Tony Blair sem sá ekki sólina fyrir milljarðamæringum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis