fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Femínismi, kreddufesta og jafnrétti

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. mars 2012 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zoe Williams skrifar í Guardian og segir að femínistar verði að leggja áherslu á fjölbreytileika, en ekki eina kreddu. Kreddufesta sé vandamál í kvennahreyfingunni í dag. Femínisminn eigi að rúma margs konar viðhorf – sem sum væru nánast kölluð trúvilla í dag.

Williams, sem sjálf er femínisti,  segir að mitt í öllu talinu um vændi, klám, klámvæðingu og útlitsdýrkun vilji gleymast að þá sé það baráttan fyrir jafnrétti sem skipti mestu máli.

Sjálfur verð ég að segja að ég sakna orðsins „jafnréttisbarátta“. Mér finnst eins og orðið „femínismi“ hafi komið frekar seint inn í málið. Í hugum margra hefur það núorðið mjög neikvæða merkingu – það er útilokandi.

Ég ætla ekki að segja að orðið sé ónýtt – en jafnrétti hefur óm af hugsjónum frönsku byltingarinnar og baráttunni gegn kúgun í gegnum aldirnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina