fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Uppáhaldsleikari kvikmyndaskálda

Egill Helgason
Mánudaginn 27. febrúar 2012 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erland Josephson var þannig leikari að ef maður sá hann einu sinni var andlitið hans eins og greipt í vitund manns.

Maður man aðallega eftir honum í myndum Bergmans, Senum úr hjónabandi og Fanný og Alexander, en hann lék líka hjá Tarkovskí, í Nostalgíu og Fórninni – og hjá Angelopoulos.

Þetta var stórkoslega gáfaður og mikilhæfur listamaður. Hann skrifaði sögur og ljóð, var sviðsleikari og leikhússtjóri í Dramaten, sem er þjóðleikhús Svía.

Hann varð ekki frægur kvikmyndaleikari fyrr en hann var orðinn vel fullorðinn maður, andlitið var alltaf rúnum rist – það mundi enginn hvernig hann leit út þegar hann var ungur. Ásjónan tjáir djúpa hugsun, reynslu og depurð – og það var kannski þess vegna að hann hentaði þessum miklu kvikmyndaskáldum.

Erland Josephsson í hlutverki Ísaks í Fanný og Alexander.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina