fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Bókamarkaðurinn

Egill Helgason
Föstudaginn 24. febrúar 2012 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var verið að rifja það upp á Facebook að hinn árlegi bókamarkaður hefði eitt sinn verið í Listamannaskálanum sem stóð við hlið Alþingishússins. Þar voru einnig haldnar málverkasýningar – Kjarval sýndi þar til dæmis.

Mig rámar í að hafa farið á markaðinn í þessu húsi, ekki hef ég verið ýkja gamall, því Listamannaskálinn var rifinn 1968.

Nú hefur bókamarkaðurinn um árabil verið haldinn í Perlunni – þetta gæti reyndar verið síðasta skiptið ef af því verður að selja Perluna.

Bókamarkaðurinn sem er haldinn af Félagi íslenskra bókaútgefenda er sérlega skemmtileg hefð. Þarna gefst fólki færi á að kaupa, yfirleitt gegn frekar vægu verði, bækur sem yfirleitt eru ekki  fáanlegar í bókaverslunum. Það eru margar bókaverslanir í Reykjavík, en fæstar hafa þær stóra lagera af bókum.

Þarna eru barnabækur, ættfræðibækur, ferðalýsingar, skáldsögur, fræðirit – allt sem nöfnum tjáir að nefna – og ber vott um þá furðulega blómlegu bókmenningu sem þrífst á þessu eylandi.

Flestir þekkja bókakarlinn sem hefur verið tákn hins árlega bókamarkaðar. Nú hefur Halldór Baldursson teiknað bókakerlingu, það er viðeigandi, enda er hermt að konur lesi meira af bókum en karlar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina